Atli Viðar sló leikjamet FH-inga

Atli Viðar Björnsson hefur reynst FH ómetanlegur um árabil.
Atli Viðar Björnsson hefur reynst FH ómetanlegur um árabil. mbl.is/Árni Sæberg

Þó framherjinn reyndi Atli Viðar Björnsson kæmi lítið við sögu hjá FH gegn KR í Kaplakrika í gær varð leikurinn sögulegur fyrir hann.

Atli kom inná sem varamaður á 88. mínútu, og þar með hafði hann náð þeim stóra áfanga að vera orðinn leikjahæsti FH-ingurinn í efstu deild í fótbolta frá upphafi.

Þetta var hans 202. leikur með FH í deildinni og Atli sigldi með því framúr Frey Bjarnasyni sem lék 201 leik áður en hann lagði skóna á hilluna haustið 2012.

Freyr steig reyndar sjálfur inná Kaplakrikavöll í gær því hann var í fyrsta meistaraliði FH fyrir tíu árum, með Atla, og það var heiðrað fyrir leikinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert