Meistararnir fara vel af stað

Afturelding fagnar Íslandsmeistaratitli í vor. Liðið fer vel af stað …
Afturelding fagnar Íslandsmeistaratitli í vor. Liðið fer vel af stað í Mizunodeildinni í blaki þetta haustið og er til alls líklegt. mbl.is/Kristinn

Íslandsmeistarar Aftureldingar í blaki kvenna hefja titilvörn sína í Mizunodeildinni af krafti. Í kvöld vann Aftureldingarliðið, sem er talsvert breytt frá síðustu leiktíð, öruggan sigur á Stjörnunni í þremur hrinum gegn engri.

Afturelding vann fyrstu hrinuna, 25:17. Stjarnan veitti meiri mótspyrnu í annarri hrinu og tapaði henni aðeins með fjögurra stiga mun, 25:21. Afturelding tryggði sér síðan sigurinn með því að vinna þriðju hrinu, 25:16. 

Stigahæstar í liði Stjörnunnar voru Elsa Sæný Valgeirsdóttir með 14 stig og Ásthildur Gunnarsdóttir með 13 stig. Hjá Aftureldingu voru stigahæstar Zaharina Filipova með 10 stig og Miglena Apostolova með 7 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert