Vilja fleiri konur á Ólympíuleikana

Sádí Arabía sendi aðeins karlmenn til keppni á Asíuleikunum sem …
Sádí Arabía sendi aðeins karlmenn til keppni á Asíuleikunum sem nú standa yfir. AFP

Thomas Bach, formaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir að vonir standi til að brátt verði kynjahlutfallið á Ólympíuleikum jafnt. Hann vill fjölga kvenkyns íþróttamönnum.

Bach var spurður út í stöðu kvenna í íþróttum í kjölfarið á ákvörðun Sádí-Araba um að senda aðeins karlmenn til keppni á Asíuleikunum, alls 202 talsins. Sádí Arabía sendi tvær konur til keppni á síðustu Ólympíuleikum, í London 2012, eftir að hafa breytt reglum sínum sem meinuðu konum þátttöku.

„Afstaða IOC er alveg skýr. Við hvetjum eindregið til þess að sem flestar konur taki þátt á Ólympíuleikunum og reynum að stuðla að því eftir bestu getu. Á Ólympíuleikunum voru síðast 46% keppenda konur. Vonandi verða hlutföllin jöfn einn daginn,“ sagði Bach.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert