Ofbeldi utan vallar hryllir almenning

Bill Belichick þjálfari New England Patriots fylgist með sínum mönnum.
Bill Belichick þjálfari New England Patriots fylgist með sínum mönnum. AFP

Frá sjöunda áratugnum hafa vinsældir NFL-ruðningsdeildarinnar aukist jafnt og þétt hér í Bandaríkjunum.

Deildin er nú orðin langvinsælasta íþróttadeildin hér í landi og hafa leikir hennar ávallt mesta sjónvarpsáhorf allra dagskrárliða í vikulegum könnunum. Þessar vinsældir ná síðan hámarki í „Ofurskálarleiknum“ (SuperBowl) svokallaða, sem er úrslitaleikur deildarinnar. Um 40% landsmanna horfa á leikinn – allavega hluta hans.

Þessar vinsældir hafa leitt til þess að tekjur deildarinnar hafa aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Á síðasta ári voru tekjur NFL nærri ellefu hundruð milljarðar króna. Það hefur gefið framkvæmdastjóra deildarinnar, Roger Goodell, mikil völd í samskiptum sínum við leikmenn, eigendur liðanna og fyrirtæki sem reyna að notfæra sér vinsældir deildarinnar í auglýsingum. Goodell hefur því verið öflugasti einstaklingur í íþróttaheiminum í Bandaríkjunum síðan hann tók við framkvæmdastjórastöðunni 2006.

Tekjur vaxa í kreppu

Ferill Goodell sem yfirmaður NFL undanfarin átta ár hefur einkennst af aukinni árlegri innkomu deildarinnar, jafnvel í efnahagskreppunni núverandi, og þar með hraðhækkandi himinháu verði á liðunum 32. Hann hefur einnig aukið vald stöðu sinnar í viðureign við leikmenn, sérstaklega í samningsviðræðum við stéttarfélag leikmanna og völd til að setja leikmenn í leikbann.

Eftir að hafa verið í starfi eitt ár kom í ljós að þjálfari New England Patriots, Bill Belichick, lét aðstoðarmenn sína taka ólöglega myndband af varnarmerkjum andstæðinga sinna í leikjum. Goodell var fljótur að sekta Belichick og Patriots og varaði bæði forráðamenn og leikmenn við að hann myndi ekki þola frekari brot á landslögum eða reglum deildarinnar. Hann studdi þessa yfirlýsingu með því að taka hart á ýmsum brotum leikmanna á næstu árum, en það gerði hann óvinsælan meðal þeirra.

Þjálfari í árs bann

Fyrir tveimur árum sýndi Goodell að hann meinti það sem hann hafði sagt þegar hann setti aðalþjálfara New Orleans Saints í ársbann, og aðra þjálfara og forráðamenn liðsins í langt bann að auki. Hann tók einnig valrétt liðsins í háskólavalinu næsta ár og sektaði liðið eins mikið og reglur leyfa. Þetta var tilkomið eftir að upp komst að varnarþjálfi Saints hafði gefið varnarleikmönnum peningabónusa fyrir að rota eða slasa leikmenn nægilega til að koma þeim út úr leik og ljúga síðan um það við fulltrúa deildarinnar sem voru að rannsaka málið.

Sjá alla greinina um NFL í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert