Þuríður og Emilía hlutskarpastar

Verðlaunahafar í A-flokki.
Verðlaunahafar í A-flokki. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Haustmót ÍSS fór fram um liðna helgi í Egilshöll. Mótið er fyrsta mót vetrarins á vegum Skautasambands Íslands.

Keppendur hafa aldrei verið fleiri eða alls 81. Keppni var hörð í flestum flokkum og gaman var að sjá framfarir hjá stúlkunum frá síðasta vetri enda var mikið lagt í æfingabúðir hér heima sem og erlendis yfir sumartímann. Skautafélagið Björninn var sigursæll á mótinu.

Í tveimur efstu flokkum mótsins, stúlknaflokk og unglingaflokk, er keppt eftir reglum Alþjóða Skautasambandsins (ISU).

Þuríður Björg Björgvinsdóttir, frá Skautafélaginu Birninum sigraði í unglingaflokki A (Junior A). Þuríður hlaut 89,92 stig, rúmlega 10 stigum hærra en næsta. Skor Þuríðar er mjög gott, og sérstaklega þegar litið er til að þetta er fyrsta mót hennar í heilt ár og sömuleiðis fyrsta mót vetrarins.

Þuríður var að koma aftur til keppni eftir að hafa verið frá í ár vegna meiðsla. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir hafnaði í öðru sæti og Kristín Valdís Örnólfsdóttir í því þriðja. Vala Rún Magnúsdóttir, skautakona ársins 2013, keppti ekki vegna meiðsla.

Hörð barátta var í stúlknaflokki A. Emilía Rós Ómarsdóttir, frá Skautafélagi Akureyrar var hlutskörpust með 72,43 stig. Í öðru sæti var Marta María Jóhannsdóttir. Athygli vekur að Marta María er aðeins 11 ára gömul og er á fyrsta ári í þessum alþjóða flokki. Helga Karen Pedersen hafnaði í þriðja sæti.

 Úrslit í A-flokkum urðu þessi:

 Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB sigraði í Unglingaflokki A með 89,92 stig

 Emilía Rós Ómarsdóttir, SA sigraði í Stúlknaflokki A með 72,48 stig

 Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, SA sigraði í 12 ára og yngri A með 35,67 stig

 Aníta Núr Magnúsdóttir, SB sigraði í 10 ára og yngri A með 25,48 stig

 Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, SA sigraði í 8 ára og yngri A með 25,88 stig.

 Úrslit í B-flokkum urðu þessi:

Elizabeth Tinna Arnardóttir, SB sigraði í Unglingaflokki B með 40.06 stig

Þórunn Glódís Gunnarsdóttir, SB sigraði í Stúlknaflokki B með 29.13 stig.

Þórunn Lovísa Löve, SB sigraði í 12 ára og yngri B með 22,50 stig

Kolfinna Ýr Birgisdóttir, SA, sigraði í 10 ára og yngri B með 20.98 stig

Matthildur Birta Sverrisdóttir, SB, sigraði í 8 ára og yngri B með 14.60 stig.

Þuríður Björg Björgvinsdóttir sigraði í unglingaflokki.
Þuríður Björg Björgvinsdóttir sigraði í unglingaflokki. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Emilía Rós Ómarsdóttir sigraði í stúlknaflokki A.
Emilía Rós Ómarsdóttir sigraði í stúlknaflokki A. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert