Ölvaður sundkappi á ofsahraða

Michael Phelps.
Michael Phelps. AFP

Bandaríski sundkappinn, Michael Phelps, var í nótt stöðvaður eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og langt yfir hámarkshraða í úthverfi Maryland í Bandaríkjunum. Phelps var stöðvaður á jeppabifreið sinni á nærri  tvöföldum hámarkshraða þar sem hraðast má aka á 45 mílum, eða rúmlega 70 km hraða.

Phelps, sem er sigursælasti sundmaðurinn í sögu Ólympíuleikanna, var að sögn lögreglu samvinnuþýðir og viðurkenndi brot sitt undanbragðalaust eftir að hafa verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð.  Hann þarf að borga talsverða sekt fyrir athæfið. 

Phelps var einnig gripinn glóðvolgur af lögreglu við akstur undiráhrifum áfengis fyrir 10 árum á svipuðum slóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert