Meiddist við að sprikla í fótbolta

Aksel Lund Svindal.
Aksel Lund Svindal. AFP

Norski skíðakappinn Aksel Lund Svindal, ein aðalstjarna Heimsbikarsins, mun líklega ekkert koma við sögu á komandi keppnistímabili eftir að hafa slitið hásin um helgina. Svindal var staddur í Austurríki og meiddist við að spila fótbolta á milli æfinga.

„Ég vissi strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Þetta er skelfileg tímasetning svona í upphafi tímabilsins, en svona er þetta. Ég veit ekki hvað endurhæfingin tekur langan tíma,“ sagði Svindal. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús í Innsbruck þar sem hann fór beint í aðgerð, en ljóst er að hann mun ekki stíga á skíði næstu mánuðina. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert