KA sigraði í Mosfellsbæ

Piotr Kempisty skoraði 22 stig fyrir KA.
Piotr Kempisty skoraði 22 stig fyrir KA. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Afturelding og KA mættust í Mizunodeild karla í blaki að Varmá í gærkvöld. Um hörkuleik var að ræða þar sem Afturelding vann fyrstu hrinuna en KA tók næstu þrjár hrinur og vann leikinn 3:1.

Fyrsta hrina fór 25:18 fyrir Aftureldingu, næstu þrjár hrinur vann KA 25:13, 25:21 og 25:23.

Stigahæstir í liði Aftureldingar voru Viktor Emile Gauvrit með 7 stig og þeir Björgvin Már Vigfússon og Sebastian Sævarsson Meyer með 6 stig hvor. Í liði KA voru stigahæstir Piotr Kempisty með 22 stig og Ævar Birgisson með 17 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert