Tryggðaböndin eru orðin efnisrýr

Framarar voru að vonum daprir í bragði eftir lokaleikinn á …
Framarar voru að vonum daprir í bragði eftir lokaleikinn á Íslandsmótinu í haust því þeir féllu þrátt fyrir frækinn sigur á Fylkismönnum. mbl.is/Eggert

Það er þetta með tryggðina. Án þess að hafa lagst í miklar rannsóknir þá er það tilfinning manns að hún sé enn á undanhaldi, eða hreinlega að hverfa, með nýjum kynslóðum íþróttamanna.

Það virðist nær öllum sama um það undir merkjum hvaða félags þeir ná árangri. Hugsunin er markaðsdrifin – menn hugsa eingöngu um rassgatið á sjálfum sér. Og lái þeim hver sem vill.

Þetta kristallast í hvirfilbylnum sem gengið hefur yfir Safamýri síðustu vikur, eftir að Íslandsmóti karla í knattspyrnu lauk. Framarar vildu horfa lengra fram í tímann; fengu nýjan og metnaðarfullan þjálfara í fyrrahaust, og fjölda leikmanna sem voru ungir og höfðu litla eða enga reynslu af því að spila í efstu deild.

Sjá viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert