Ágæt byrjun Brynjars Leós

Brynjar Leó Kristinsson.
Brynjar Leó Kristinsson. Ljósmynd/Brynjar Leó

Brynjar Leó Kristinsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, hóf í dag keppnistímabil sitt þegar hann keppti í 10 kílómetra göngu í Bruksvallarna í Svíþjóð.

Brynjar endaði í 135. sæti af 192 keppendum og fékk 156,34 FIS-punkta, sem er aðeins 9 punktum frá hans punktastöðu.

Í fréttatilkynningu frá Skíðasambandinu segir að lítið sé um snjó í Evrópu þessa dagana og því hafi mótið í Bruksvallarna verið afar fjölmennt og sterkt mót. Til marks um það hafi sigurvegarinn Johan Olsson unnið til gull- og silfurverðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar.

Á morgun verður Brynjar Leó aftur á ferðinni í Bruksvallarna þegar hann keppir í 15 kílómetra göngu.

Brynjar Leó Kristinsson á ferðinni í Svíþjóð í dag.
Brynjar Leó Kristinsson á ferðinni í Svíþjóð í dag. Ljósmynd/SKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert