Fjórtán ára á leið á HM

Hinn 14 ára gamli Sölvi Freyr Atlason er einn þeirra sem Tim Brithén landsliðsþjálfari í íshokkí hefur valið fyrir heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer um miðjan desember.

Það telst að sjálfsögðu til tíðinda að svo ungur leikmaður leiki gegn andstæðingum, sem flestir eru á bilinu 19-20 ára, og er einsdæmi hjá íslenska U20-landsliðinu eftir því sem næst verður komist.

„Sölvi er ekkert óvenjulega bráðþroska eða slíkt. Hann er bara rosalega góður á skautum og hefur óvenjulega mikinn skilning á leiknum. Það er í raun furðulegt miðað við hvað hann er ungur, og það sem kemur honum svona langt,“ segir Gunnlaugur Björnsson sem þjálfar Sölva hjá Skautafélagi Reykjavíkur.

Sjá samtal við Gunnlaug í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert