Góð ganga hjá Brynjari Leó

Brynjar Leó Kristinsson
Brynjar Leó Kristinsson

Brynjar Leó Kristinsson endaði í 87. sæti í 15 km skíðagöngu á sterku móti í Svíþjóð í gær og fékk fyrir það 111.47 FIS-punkta sem er það besta sem hann hefur náð síðustu tvö ár.

Alls kepptu 137 skíðagöngumenn á mótinu sem fram fór í Bruksvallarna í Svíþjóð. Brynjar Leó var ánægður með daginn og sagðist vera í mun betri æfingu en á sama tíma í fyrra. Lítið hefur verið hægt að æfa á snjó í Skandinavíu í haust vegna tíðarfars og sagðist Brynjar Leó viss um að hann gerði enn betur þegar hann væri búinn að æfa meira á snjó.

Hann keppir á öðru móti í Svíþjóð um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert