Sigfús og Helga bikarmeistar í kraftlyftingum

Bikarmeistarinn Sigfús Fossdal
Bikarmeistarinn Sigfús Fossdal Kraft.is/Sigurjón Pétursson

Sigfús Fossdal úr KFV og Helga Guðmundsdóttir úr Breiðabliki urðu um helgina bikarmeistarar í kraftlyftingum en mótið fór fram á Akureyri.

Helga tók þarna þátt í sínu fyrsta móti en hún hefur æft vel að undanförnu og kom gríðarlega sterk til leiks og lyfti samtals 440 kílóum.

Sigfú varð bikarmeistari annað árið í röð, lyfti samtals einu tonni og 18 kílóum betur. Hann setti Íslandsmet í bekkpressu þegar hann lyfti 333 kílóum.

Stigahæsta liðið varð KFA, sem jafnframt sá um alla framkvæmd mótsins.

Hin efnilega Fríða Björk Einarsdóttir, KFA, seti Íslandsmet í hnébeygju í opnum flokki -84 kg með 190 kg, en Fríða er fædd 1998 og keppir í stelpnaflokki.

Jafnhliða bikarmótinu var haldið 40. Akureyrarmótið, en KFA fagnar 40 ára afmæli sínu á næsta ári. Gaman er að segja frá því að meðal keppenda var Freyr Aðalsteinsson í -93 kg flokki, en Freyr keppti á fyrsta Akureyrarmótinu fyrir 40 árum – og er ennþá að.

Úrslit mótsins má sjá hér: http://results.kraft.is/meet/bikarmot-i-kraftlyftingum-2014

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert