KA og Afturelding taplaus í undanúrslit

HK er ríkjandi bikarmeistari kvenna.
HK er ríkjandi bikarmeistari kvenna. mbl.is/Golli

Karlalið KA tapaði ekki einni einustu hrinu í Neskaupstað um helgina þegar leikið var um að komast í undanúrslit bikarkeppninnar í blaki karla og kvenna.

Eins og greint hefur verið frá mótmæltu félög af höfuðborgarsvæðinu því að undankeppnin færi fram í Neskaupstað, og hótuðu að draga lið sín úr keppni, en á endanum voru það aðeins kvennalið Þróttar R. og karlalið Fylkis sem ekki mættu.

Í karlaflokki komust KA, HK, Þróttur Nes. og Stjarnan í undanúrslitin. Þróttur Reykjavík og Afturelding sátu eftir með sárt ennið en Þróttarar enduðu með fimm stig, tveimur stigum frá sæti í undanúrslitunum.

Í kvennaflokki vann Afturelding sigur á öllum liðum. HK veitti mestu mótspyrnuna og vann aðra hrinuna gegn Mosfellingum. Auk þessara liða komust Stjarnan og Þróttur Nes. í undanúrslitin. Norðfirðingar léku æsispennandi leik við KA um síðasta sætið í undanúrslitunum en hann endaði með sigri Þróttar (26:24, 24:26, 17:15).

Ekki er ljóst hvenær dregið verður í undanúrslitin.

Bikarkeppni karla - liðin í undanúrslitum
KA
HK
Þróttur N
Stjarnan

Bikarkeppni kvenna - liðin í undanúrslitum
Afturelding
HK
Stjarnan
Þróttur N

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert