Meistararnir virðast ósigrandi

Kristján Carrasco sýnir tilþrif í úrslitunum.
Kristján Carrasco sýnir tilþrif í úrslitunum. mbl.is/Golli

Besta karatefólk landsins, þau Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi, virðast ósnertanleg á toppnum ef marka má úrslitin á Íslandsmótinu í kumite á laugardaginn. Þar sigraði Telma Rut í opnum flokki fimmta árið í röð og auðvitað í sínum þyngdarflokki og Kristján Helgi lét sitt ekki eftir liggja því hann sigraði í sínum þyngdarflokki, í opnum flokki og í liðakeppninni og var þetta þriðja árið í röð sem hann leikur þann leik.

Það var ekki nóg með að þau tvö stæðu upp úr heldur virkaði sigur þeirra nokkuð sannfærandi. „Já, það má eiginlega segja að þetta hafi verið nokkuð létt hjá mér í ár,“ sagði Telma Rut eftir að sigurinn var í höfn. Hún var við æfingar í Frakklandi í nokkra mánuði í sumar og haust og segir það hafa hjálpað sér mikið. „Þarna lærði maður nýjar æfingar og mér finnst mér hafa farið mikið fram við að fara þarna út. Mér gekk ágætlega á heimsmeistaramótinu og síðan núna á Íslandsmótinu og mér finnst ég talsvert sterkari en áður,“ sagði Telma Rut, en þess má geta að hún er líka bikarmeistari í kumite.

Nánar er rætt við Telmu og Kristján og fjallað um mótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Edda Kristín Óttarsdóttir og Katrín Ingunn Björnsdóttir á Íslandsmótinu.
Edda Kristín Óttarsdóttir og Katrín Ingunn Björnsdóttir á Íslandsmótinu. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert