„Við bara buðum best“

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, vill ekki gefa upp verðið á sýningarrétti frá Evrópukeppninni í knattspyrnu sem haldin verður í Frakklandi á þarnæsta ári sem sýnd verður á Skjánum líkt og tilkynnt var um í morgun. Hann segir tryggt að komist íslenska landsliðið á mótið þá verði leikir þess allir sýndir í opinni dagskrá en þeir yrðu þá þrír hið minnsta. 

Hvernig framkvæmdin á útsendingunum verður segist hann lítið geta tjáð sig um, einungis það að hún verði Skjánum til sóma og að Íslendingar allir geti vonandi verið ánægðir með hvernig til tekst.

Alls verða leikirnir 51 og munu þeir ekki skarast í tíma líkt og gerðist á HM í sumar og því muni keppnin einungis verða sýnd hjá Skjánum en í sumar sýndu bæði RÚV og 365 miðlar frá HM í Brasilíu.

mbl.is ræddi við Friðrik um sýningarréttinn fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert