DiMarco skorar og skorar

Ben DiMarco í leik með SA gegn Birninum.
Ben DiMarco í leik með SA gegn Birninum. mbl.is/Golli

Kanadamaðurinn Ben DiMarco er langmarkahæstur á Íslandsmóti karla í íshokkí samkvæmt tölfræði sem birt er á heimasíðu Íshokkísambandsins. Hefur hann skorað 15 mörk í tólf leikjum fyrir Skautafélag Akureyrar.

DiMarco hefur einnig skilað flestum stigum þegar lögð eru saman mörk og stoðsendingar en er þó aðeins stigi fyrir ofan Danann Lars Foder hjá Birninum sem gefið hefur flestar stoðsendingar allra eða 11 í tólf leikjum.

Ungir leikmenn, Brynjar Bergmann Birninum og Ingþór Árnason SA, eru í efstu sætum listans yfir flestar mínútur í refsingu en Brynjar hefur verið í refsingu í 53 mínútur í tólf leikjum.

Tölfræðisamantektin á heimasíðu ÍHÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert