Íslandsmótið í listhlaupi á skautum á Akureyri

Vala Rún B. Magnúsdóttir
Vala Rún B. Magnúsdóttir Ómar Óskarsson

Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Alls er 81 keppeandi skráður á mótið og verður keppt  í öllum aldursflokkum bæði í A- og B-flokkum.

Í Kvennaflokki A mun Nadia Margrét, fyrrum Íslandsmeistari í unglingaflokki A, verða á meðal keppenda. Nadia hefur verið að glíma við meiðsli og hefur ekki keppt undanfarið ár. 

Í unglingaflokki A er búist við að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði á milli Agnesar Dísar, bikarmeistara 2014, Völu Rúnar, Íslandsmeistara 2013, og Þuríðar Bjargar, sigurvegara haustmótsins 2014, samkvæmt fréttatilkynningu frá Skautasambandinu. Búist er við að stúlkurnar sýni þreföld stökk og ef allt gengur upp gæti 100 stiga múrinn verið brotinn en svo hátt skor hefur aldrei sést hjá íslenskum skautara.

Í stúlknaflokki A er sigurvegari beggja móta haustsins, Emilía Rós, talin sigurstranglegust en fast á hæla hennar kemur Marta María. Helga Karen hefur sömuleiðis verið að stimpla sig vel inní hópinn og Herdís Birna náði nýverið landsliðs-lágmörkum.

Tveir þekktir alþjóðlegir dómarar munu dæma keppnina ásamt okkar íslensku dómurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert