Phillip Hughes er látinn

Phillip Hughes
Phillip Hughes AFP

Ástr­alski landsliðsmaður­inn Phillip Hughes er látinn 25 ára að aldri. Hann fékk bolta á miklum hraða  í höfuðið í krikk­et-leik fyrir tveimur dögum og komst aldrei til meðvitundar. Hann lést í dag á sjúkrahúsi í Sydney.

Hughes var borinn út á börum af leikvanginum í Sydney fyrir tveimur dögum eftir að boltinn hæfði hann í höfuðið í stað þess að lenda á hjálmi hans. 

Í yfirlýsingu frá lækni liðsins, Peter Brukner, sem birt er bæði á BBC og Guardian, kemur fram að Hughes hafi látist fyrir skömmu. Hann hafi aldrei komist til meðvitundar í kjölfar þeirra áverka sem hann varð fyrir á þriðjudag. Hann hafi ekki kvalist og að fjölskylda hans og vinir hafi verið hjá honum á banabeðinu.

Hug­hes lék með South Austr­alia og féll til jarðar á and­litið eft­ir að Sean Ab­bott, leikmaður New South Wales, sló bolt­ann af krafti í hann.

Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, minntist hans í morgun og lýsti honum sem ungum manni sem upplifði drauma sína. Andlát hans sé sorgardagur fyrir krikket og fjölskyldu hans. Það sem hafi gerst komi við hjartað á milljónum Ástrala.

Í lífshættu eftir að hafa fengið bolta í höfuðið

Phillip Hughes
Phillip Hughes AFP
Phil Hughes og Michael Clarke
Phil Hughes og Michael Clarke AFP
Phillip Hughes
Phillip Hughes AFP
Phillip Hughes
Phillip Hughes AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert