Sebastian Coe gefur kost á sér til forystu

Sebastian Coe.
Sebastian Coe. AFP

Bretinn Sebastian Coe tilkynnti í dag um framboð sitt til forsetaembættis Alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF.

Coe sem nú virðist kalla sig einungis Seb Coe miðað við fréttatilkynninguna, er núverandi varaforseti IAAF og hefur látið mjög að sér kveða í íþróttastjórnmálunum á síðustu árum. Hann hefur verið varaforseti síðan 2007 hefur auk þess verið þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í Bretlandi.

Auk þess leiddi Coe vinnu Breta við skipulagningu Ólympíuleikanna í London árið 2012. Sjálfur sigraði Coe tvívegis á Ólympíuleikum í 1500 metra hlaupi. Í Mosvku 1980 og í Los Angeles 1984. Auk þess átti Coe heimsmetið í 800 m hlaupi um langt árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert