Agnes valin skautakona ársins

Agnes Dís Brynjarsdóttir
Agnes Dís Brynjarsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Agnes Dís Brynjarsdóttir hefur verið valin skautakona ársins 2014 af Stjórn Skautasambands Íslands. Agnes Dís keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Bjarnarins og er á öðru ári í Unglingaflokki A (Junior).

Agnes Dís hefur verið á góðri uppsveiflu undanfarin ár í keppnum bæði innanlands og erlendis. Hún byrjaði árið 2014 vel og varð í öðru sæti á RIG. Í kjölfarið tók hún þátt á ISU Dragon Trophy móti í Slóveníu og Norðurlandamótinu í Svíþjóð þar sem hún hafnaði í 17.sæti með 86.71 stig.

Agnesi Dís gekk ekki sem skildi á fyrsta móti haustsins en sannaði það svo að hún er vel að titlinum komin á síðustu tveimur mótum ársins er hún varð bæði Bikar- og Íslandsmeistari í Unglingaflokki A. Að auki setti hún persónulegt met sem og að litlu munaði að hún bætti stigametið á nýliðnu Íslandsmóti með 97.20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert