Eygló og Anton fremst sundfólks

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona ársins 2014.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona ársins 2014. mbl.is/Ómar

Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2014 en það er Sundsamband Íslands sem stendur að valinu. Þau þóttu skara fram úr á annars gróskumiklu sundári. 

Eygló Ósk  er 19 ára gömul. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 862 FINA stig fyrir 200m baksund á Opna Danska meistaramótinu í mars á þessu. Þá hlaut hún 890 FINA stig fyrir 200m baksund á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í nóvember sl. Hún synti 4 greinar til úrslita á ÍM50 í apríl og vann 3 þeirra. Í þeirri fjórðu hafnaði hún í öðru sæti.

Á ÍM25 í nóvember synti hún 6 einstaklingsgreinar og sigraði þær allar. Eygló setti 9 Íslandsmet á árinu og jafnaði 1. Í 50m laug bætti hún eigið met í 50, 100m og 200m baksundi. Í 25m laug bætti hún eigið met í 100m fjórsundi tvisvar, 200m fjórsundi, 200m baksundi og 100m baksundi tvisvar. Þá jafnaði hún metið í 50m baksundi.

Hún er í 14. sæti á heimslista í 25m laug í 200m baksundi og í sömu grein í 28. sæti á heimslista í 50m laug. Þetta er töluverð framför frá því í fyrra en þá var hún í 24. og 45. sæti í þessum greinum.

Eygló Ósk tók þátt í HM25 í Doha, Katar á þessu ári og stóð sig þar með prýði. Þar ber helst að nefna árangur hennar í 200m baksundi. Þar hafnaði hún í 10. sæti og er það einn besti árangur íslenskrar sundkonu á heimsmeistaramóti frá upphafi.

Anton Sveinn er 21 árs sundmaður úr Sundfélaginu Ægi en hann stundar nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk vegna sundiðkunnar. Hann nýtur B-styrks Afrekssjóð ÍSÍ.

Hann fékk 917 FINA stig fyrir 200m bringusund í Los Angeles í júlí á þessu ári.
Hann synti ekki á ÍM50 né ÍM25, en meiðsli settu m.a. strik í reikninginn seinni hluta árs.
Anton setti 3 Íslandsmet á árinu. Öll voru sett í 50m laug en þar bætti hann metið í 400m skriðsundi og tvíbætti metið í 200m bringusundi.

Hann kemur inn á heimslista í 50m laug nr. 22 í 200m bringusundi en þar sem hann á ekki tíma í 25m laug á árinu á það ekki við að þessu sinni.

Anton tók ekki þátt í landsliðsverkefni á árinu vegna aðstæðna í námi sínu og áðurnefndra meiðsla.

Anton er gríðarlega metnaðarfullur og duglegur, hvort sem er í æfingum eða í keppni. Þetta sést helst í staðfestu hans í endurkomu til æfinga eftir meiðsli sem hann hlaut í haust.

Anton Sveinn McKee, sundmaður ársins 2014.
Anton Sveinn McKee, sundmaður ársins 2014. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert