Ali lagður inn á sjúkrahús

Muhammad Ali.
Muhammad Ali. AFP

Líðan hnefaleikagoðsagnarinnar Muhammads Alis er stöðug eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús með vægt tilfelli af lungnabólgu að því er talsmaður hans greindi frá í nótt.

Batahorfur hans eru góðar að sögn talsmannsins og ekki er reiknað með að sjúkrahúsvistin verði löng en Ali er 72 ára gamall og hefur glímt við parkinsonsjúkdóminn til margra ára.

Ali varð í þrígang heimsmeistari í þungavigt hnefaleika en hann lagði boxhanskana á hilluna árið 1981. Þremur árum síðan var hann greindur með parkinsonsjúkdóminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert