Sævar og Helga skíðafólk ársins

Helga María Vilhjálmsdóttir á fullri ferð á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.
Helga María Vilhjálmsdóttir á fullri ferð á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. AFP

Sævar Birgisson og Helga María Vilhjálmsdóttir eru skíðafólk ársins 2014 hjá Skíðasambandi Íslands. 

Helga María átti gott ár og bætti punktastöða sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. 

Hápunktur ársins hjá Helgu Maríu var þátttaka á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Hún varð í 29. sæti í risasvigi,  46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi.

Helga María varð Íslandsmeistari í  stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.

Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum.  Árangur Sævars á leikunum var góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15 km göngu.  Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð.  Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar.  Sævar varð þar í 69. sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar

Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði í öllum einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands.  Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20 km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn.  Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.

Sævar Birgisson, skíðakarl árins 2014.
Sævar Birgisson, skíðakarl árins 2014. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands
Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona ársins.
Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona ársins. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert