Lavillenie sankar að sér verðlaunum

Renaud Lavillenie.
Renaud Lavillenie. AFP

Stangarstökkvarinn Renaud Lavillenie hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins í Frakklandi.

Lavillenie setti nýtt heimsmet í stangarstökki á árinu þegar hann vippaði sér yfir 6,16 metra á móti í Donetsk í Úkraínu en þessi 28 ára gamli Frakki hampaði ólympíugullinu í London fyrir tveimur árum.

Lavillenie hefur sankað að sér verðlaunum. Hann var útnefndur besti íþróttamaður ársins í heiminum í kosningu hjá Franska íþróttablaðinu L'Equipe, hann valinn besti íþróttamaður Frakklands á árinu 2014 í kosningu á netinu og frjálsíþróttamaður ársins í karlaflokki af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert