Öruggur þrettán marka sigur Ásynja

Ásynjur, hér í hvítum og rauðum búningur, fóru illa með …
Ásynjur, hér í hvítum og rauðum búningur, fóru illa með lið SR í dag. Árni Sæberg

Einn leikur fór fram á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi í dag þegar lið Ásynja fékk SR í heimsókn í skautahöllina á Akureyri. Gestirnir sáu þar aldrei til sólar og svo fór að heimakonur unnu stórsigur, 13:0.

Það tók Ásynjur fjórar mínútur að skora fyrsta markið, en eftir það var ekki spurning í hvað stefndi. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan orðin 6:0, en í öðrum hluta bætti liðið við þremur mörkum. Í þriðja og síðasta leikhluta urðu mörkin svo fjögur og þrettán í heildina, lokatölur 13:0.

Ásynjur eru á toppi deildarinnar með 20 stig eftir sjö leiki, Björninn er í öðru sæti með 16 stig, Ynjur hafa 6 stig en SR er án stiga.

Mörk/stoðsendingar Ásynja:

Silvía Björgvinsdóttir 3/1
Kolbrún Garðarsdóttir 3/0
Katrin Ryan 2/1
Birna Baldursdóttir 2/0
Guðrún Blöndal 1/2
Eva Karvelsdóttir 1/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Guðrún Viðarsdóttir 0/2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert