Andrea Björk var fánaberi

Andrea Björk Birkisdóttir.
Andrea Björk Birkisdóttir. Ljósmynd/ÍSÍ

Tólfta Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í Montafon í Austurríki í gær. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins og stóð sig með sóma.

Þátttakendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar eru um 1.500 frá flestum ríkjum Evrópu.
Að þessu sinni taka átta íþróttamenn þátt fyrir Íslands hönd, auk flokksstjóra, þjálfara og fararstjórnar. Íslensku þátttakendurnir eru búnir að koma sér vel fyrir og mikil tilhlökkun í hópnum fyrir framhaldinu.

Keppendur Íslands eru:

Alpagreinar:
Arnar Birkir Dansson Akureyri
Andrea Björk Birkisdóttir Dalvík
Elísa Arna Hilmarsdóttir Reykjavík
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Reykjavík
María Eva Eyjólfsdóttir Reykjavík

Listhlaup:
Kristín Valdís Örnólfsdóttir Reykjavík

Skíðaganga:
Albert Jónsson Ísafjörður
Dagur Benediktsson Ísafjörður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert