Einar og Ásgerður Íslandsmeistarar

Einar Daði Lárusson
Einar Daði Lárusson mbl.is/Eggert

Einar Daði Lárusson úr ÍR og Ásgerður Jana Ágústsdóttir úr UFA urðu um helgina Íslandsmeistarar innanhúss í fjölþrautum en mótið fór fram í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag.

Einar setti persónulegt met í sjöþraut karla, fékk 5.726 stig. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki stórbætti árangur sinn og varð annar með 5.345 stig.

Ásgerður sigraði í fimmtarþraut kvenna með 3.320 stig, Hanna Þráinsdóttir úr ÍR varð önnur með 2.739 stig og Sandra Eiríksdóttir, ÍR, varð þriðja með 2.683 stig.

Tristan Freyr Jónsson úr ÍR sigraði í flokki 18-19 ára pilta með 5.106 stig og Guðmundur Karl Úlfarsson úr Ármanni í flokki 17-18 ára pilta með 4.514 stig.

Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki sigraði í flokki 16-17 ára stúlkna með 3.601 stig en hún bætti þar með fyrra aldursflokkametið í greininni, sem sett var fyrir fjórum árum.

Þá setti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH aldursflokkamet í flokki stúlkna 15 ára og yngri þegar hún fékk 3.639 stig.

Ásgerður Jana Ágústsdóttir, til vinstri.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir, til vinstri. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert