Sharapova í úrslitaleikinn

Maria Sharapova í leiknum í morgun.
Maria Sharapova í leiknum í morgun. EPA

Maria Sharapova frá Rússlandi er komin í úrslitin á Opna ástralska mótinu í tennis í fjórða sinn eftir sigur á löndu sinni Ekaterinu Makarovu í Melbourne í morgun, 6:3 og 6:2.

Sharapova vann mótið árið 2008 og lék síðast til úrslita fyrir þremur árum. Hún mætir annaðhvort Serenu Williams eða Madison Keys frá Bandaríkjunum en þær mætast á eftir.

Makarova var í undanúrslitum mótsins í fyrsta skipti og hafði ekki tapað setti fyrir leikinn í morgun. Þetta var sjötti sigur Sharapovu í jafnmörgum viðureignum rússnesku stúlknanna á stórmóti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert