SR heldur enn í vonina

Frá viðureign SR og Esjunnar.
Frá viðureign SR og Esjunnar. Ómar Óskarsson

Esja og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu fimm mörk gegn tveimur mörkum Esju.

Með sigrinum halda SR-ingar, sem eru í þriðja sæti, enn í vonina í að komast í úrslitakeppnina en liðið er nú þremur stigum á eftir Birninum sem er í öðru sæti.

SR-ingar voru töluvert sókndjarfari í fyrstu lotu og komust fljótlega yfir með marki frá Styrmi Friðrikssyni. Esjumenn náðu hinsvegar að svara fyrir sig áður um miðja lotu með marki frá Gunnari Guðmundssyni og staðan í lotulok 1:1.

Leikur liðanna jafnaðist síðan í annarri lotunni en ekkert mark leit þó dagsins ljós í henni. Fljótlega í þriðju lotunni komst Esja yfir með marki frá Pétri Maack en Miloslav Rachisnsky jafnaði hinsvegar metin fyrir SR-inga skömmu síðar. Eftir markið gerðust SR-ingar nokkuð þaulsetnir í refsiboxinu.

Það kom þó ekki að sök að þessu sinni því á síðustu þremur mínútum leiksins náðu SR-ingar að trygga sér sigurinn með mörkum frá Miloslav Racinsky, Bjarka Rey Jóhannessyni og Robbie Sigurðssyni.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Gunnar Guðmundsson 1/0
Pétur Maack 1/0
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1
Mike Ward 0/1

Refsingar UMFK Esja: 31 mínúta.

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racinsky 2/0
Styrmir Friðriksson 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Robbie Sigurðsson 1/0
Daníel Hrafn Magnússon 0/1

Refsingar SR: 41 mínúta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert