Ásynjur tóku við bikarnum - myndir

Linda Brá Sveinsdóttir smellir kossi á deildarmeistarabikarinn.
Linda Brá Sveinsdóttir smellir kossi á deildarmeistarabikarinn. Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson

SA Ásynjur fengu um helgina afhentan deildarmeistarabikarinn í íshokkíi kvenna, sem þær tryggðu sér fyrir rúmri viku með sigri á Birninum á heimasvelli.

Ásynjur unnu Björninn 3:1 í leiknum fyrir rúmri viku og aftur 5:2 í lokaleik sínum í deildarkeppninni þennan veturinn nú á laugardag, í Egilshöll. Eftir þann sigur tóku þær við bikarnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Elvar Freyr Pálsson tók.

Ásynjur töpuðu ekki leik á tímabilinu og þurftu aðeins einu sinni að tryggja sér sigur í framlengingu. Deildarkeppninni er ekki alveg lokið en Björninn kemur við sögu í öllum þremur leikjunum sem eftir eru; einum gegn SR og tveimur gegn SA Ynjum.

Deildarmeistarar Ásynja.
Deildarmeistarar Ásynja. Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson
Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson
Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson
Linda Brá Sveinsdóttir (SA) og Kristín Ingadóttir (BJÖ) berjast um …
Linda Brá Sveinsdóttir (SA) og Kristín Ingadóttir (BJÖ) berjast um pökkinn. Elvar Freyr Pálsson
Flosrún Jóhannesdóttir (BJÖ) reynir að brjótast í gegnum vörn Ásynja.
Flosrún Jóhannesdóttir (BJÖ) reynir að brjótast í gegnum vörn Ásynja. Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson
Guðrún Marín Viðarsdóttir (SA) með skot að marki.
Guðrún Marín Viðarsdóttir (SA) með skot að marki. Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson
Thelma Guðmundsdóttir (SA) og Flosrún Jóhannesdóttir (BJÖ) berjast um pökkinn.
Thelma Guðmundsdóttir (SA) og Flosrún Jóhannesdóttir (BJÖ) berjast um pökkinn. Ljósmynd/Elvar Freyr Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert