Mikið um dýrðir í Phoenix

Stuðningsmenn Seattle Seahawks og New England Patriots hafa í dag flykkst til Phoenix í Arizonaríki Bandaríkjanna en í kvöld verður barist um meistaratitilinn í NFL-ruðningsdeildinni, í svonefndum Ofurskálarleik. Seahawks eru meistarar en geysierfitt þykir fyrir lið að verja meistaratitilinn. Það hefur aðeins gerst einu sinni á undanförnum fimmtán árum, þegar New England varði titilinn árið 2005.

Meistarar Seattle koma inn í þennan leik sem sigurstranglegra liðið en liðið hefur unnið tíu leiki í röð. Leikstjórnandinn Russell Wilson þykir hafa sýnt mikla yfirvegun og keppnisskap í mikilvægum leikjum, þótt hann hafi aðeins leikið þrjú keppnistímabil, og aðalruðningskappi liðsins, Marshawn Lynch, er algert skrímsli í að koma sér í gegnum varnarmúr andstæðinganna.

Frétt mbl.is: NFL-deildin fer í eyðimörkina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert