NFL-deildin fer í eyðimörkina

Tom Brady, hinn þrautreyndi leikstjórnandi New England Patriots.
Tom Brady, hinn þrautreyndi leikstjórnandi New England Patriots. AFP

Það verða meistarar Seattle Seahawks og New England Patriots sem berjast um meistaratitilinn í NFL ruðningsdeildinni í kvöld, sunnudag, í Ofurskálarleiknum svokallaða í Phoenix.

Eftir erfiða sextán leikja deildarkeppni stóðu þessi tvö lið á toppnum sitt í hvorri deildinni og fengu þar með mun auðveldari leið í úrslitaleikinn. Toppliðin í deildakeppninni þurfa aðeins að vinna tvo heimaleiki til að komast í Ofurskálarleikinn, en lið í lægri sætum verða annaðhvort að leika fleiri leiki og/eða að vinna útileiki til að komast í úrslit. Það er reyndar óvenjulegt að tvö toppliðin komist í úrslitaleikinn og í ár leit lengi vel út fyrir að þannig yrði það áfram.

Bæði úrslitaliðin byrjuðu deildakeppnina með óvæntum töpum. Seattle tapaði þremur af fyrstu sex leikjum sínum, og New England tveimur af fyrstu fjórum. Að venju hefði mátti halda að bæði þessi lið ættu að hætta keppni, gefast upp og reka þjálfara jafnt sem leikmenn ef hlustað hefði verið á marga íþróttafréttamenn – jafnt sem athugasemdir einstaklinga í samfélagsmiðlum. Leikmenn og þjálfarar þessara liða tóku sig hinsvegar til í andlitinu og komu sér jafn og þétt upp deildartöfluna.

Sjá pistilinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert