Fenninger tók fyrsta gullið

Tina Maze, Anna Fenninger og Lindsey Vonn með verðlaun sín …
Tina Maze, Anna Fenninger og Lindsey Vonn með verðlaun sín í gær. AFP

Anna Fenninger frá Austurríki sló þeim Tinu Maze og Lindsey Vonn við og vann til fyrstu gullverðlaunanna á HM í alpagreinum sem hófst í gær í Beaver Creek í Colorado.

Fenninger, sem er einnig ríkjandi Ólympíumeistari frá því í febrúar, kom í mark á 1:10,29 mínútu í gær, og var aðeins 3/100 úr sekúndu á undan Tinu Maze frá Slóveníu.

Lindsey Vonn fékk svo bronsverðlaunin á heimavelli, ef svo má segja, en hún kom í mark 15/100 úr sekúndu á eftir Fenninger.

„Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst því hvað þetta hefur mikla þýðingu,“ sagði Fenninger við ESPN.

HM heldur áfram í dag með risasvigi karla. Íslenska landsliðið er mætt til Bandaríkjanna en verður í Denver við æfingar næstu daga. Fyrstu fulltrúar þjóðarinnar mæta til keppni þegar keppt verður í stórsvigi kvenna 12. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert