Afturelding deildarmeistari með yfirburðum

Deildarmeistarar Aftureldingar árið 2015.
Deildarmeistarar Aftureldingar árið 2015.

Afturelding varð í kvöld deildarmeistari kvenna í blaki, þrátt fyrir að eiga enn þrjá leiki til góða, en liðið vann Þrótt R. í Mosfellsbæ í kvöld af öryggi, 3:0.

Afturelding hefur aðeins tapað tveimur hrinum í 17 leikjum í vetur og er komin með 51 stig, langt á undan HK og Stjörnunni sem koma næst.

Afturelding vann hrinurnar í kvöld 25:18, 25:21 og 25:15. Fjóla Rut Svavarsdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir voru stigahæstar með 12 stig hvor en Sunna Þrastardóttir skoraði 11 stig fyrir Þrótt.

Jason Ívarsson, formaður Blaksambands Íslands, afhenti Aftureldingu deildarmeistarabikarinn að leik loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert