Flottir tímar í hlaupum

Ari Bragi
Ari Bragi mbl.is/Golli

Ari Bragi Kárason úr FH sigraði í 60 metra hlaupi karla á 6,95 sekúndum í hörku keppni við Tristan Frey Jónsson úr ÍR sem fékk tímann 7,00 sem er hans besti árangur. Þriðji varð Norðlendinguirnn Andri Fannar Gíslason á 7,18.

Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sigraði í 60 metra halupi kvenna á 7,57 sekúndum sem er aðeins 7/100 frá hennar besta árangri. Önnur varð Steinunn Erla Davíðsdóttir af Norðurlandi á 7,91 og þriðja Guðbjörg Bjarkadóttir úr FH á 8,05 sekúndum.

Einar Daði Lárusson úr ÍR sigraði í 60 metra grind karla á 8,46 sekúndum, sem er nokkuð frá hans besta. Annar varð Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH og þriðji Ísak Óli Traustason hjá Norðurlandi á 8,72 og Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki var á sama tíma en sjónarmun á eftir.

Keppni í stangarstökki kvenna og hástökki karla stendur nú yfir 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert