Johaug varði gullið í Falun

Therese Johaug fékk nægan tíma til þess að grípa með …
Therese Johaug fékk nægan tíma til þess að grípa með sér norskan fána á síðustu metrunum á heimsmeistaramótinu í Falun. AFP

Hin norska Therese Johaug sigraði í 30 kílómetra göngu kvenna í dag með hefðbundinni aðferð. Tókst henni þar með að verja gullverðlaunin sem hún vann til í Osló árið 2013. 

Sigur hennar í dag var með svipuðum hætti og síðast. Hún gekk hratt frá byrjun og var strax komin með meira en 10 sekúndna forskot eftir 10 km. Eftir 17 km var forskotið orðið meira en mínúta og þegar í mark var komið munaði 52,3 sekúndum á henni og hinni norsku Marit Björgen sem hafnaði í öðru sæti. Bronsin hneppti heimakonan Charlotte Kalla. 

Á morgun klárast heimsmeistaramótið í Falun þegar karlarnir keppa í 50 km göngu með hefðbundinni aðferð. Heimamaðurinn Johan Olsson er talinn afar sigurstranglegur en hann sigraði einnig í sömu vegalengd í Osló árið 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert