Metið fellur fljótlega

„Það munaði sorgelga litlu að ég færi yfir,“ sagði Krister Blær Jónsson úr ÍR, um þrjár góðar tilraunir við að komast yfir 5,31 í stangarstökki á Bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika í dag.

Tilraunirnar voru mjög góðar og þess er ekki langt að bíða að þessi 19 ára gamli frjálsíþróttamaður bæti met Sigurðar T. Sigurðssonar frá árinu 1984. 

„Ég hafði sett stefnuna á að bæta metin hans á næsta ári, en ef ég held áfram að stökkva eins og ég hef gert upp á síðkastið þá er ekki úr vegi að það verði á þessu ári,“ sagði Krister Blær, en sagði þetta samt ekki alveg staðfest. „En það fellur fljótlega,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert