Einar Kristinn varð annar í svigi

Einar Kristinn Kristgeirsson varð annar í svigi í dag.
Einar Kristinn Kristgeirsson varð annar í svigi í dag. Þórir Ó. Tryggvason.

Skíðamaðurinn Einar Kristinn Kristgeirsson endaði í öðru sæti í svigi á FIS-móti í Jolster í Noregi í dag, en margir íslenskir keppendur tóku þátt.

Einar Kristinn fór fyrri ferðina á 53,20 sekúndum en bætti sig í þeirri seinni þar sem tími hans var 52,63 sekúndur. Samanlagður tími hans var 1:45,83 mínútur, og var hann 1,83 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Armand Marchant frá Belgíu. Kristinn Logi Auðunsson varð 24. á tímanum 1:51,24 mínútum. Magnús Finnsson og Arnór Dagur Dagbjartsson kláruðu ekki fyrri ferðina.

Í kvennaflokki náði Erla Ásgeirsdóttir bestum árangri íslensku stúlknanna, en hún varð sjötta á samanlögðum tíma 1:54,59 mínútum. Auður Brynja Sölvadóttir varð 17. á tímanum 2:01,08 mínútum og Gígja Björnsdóttir varð 30. á tímanum 2:13,36 mínútum. Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir kláruðu ekki seinni ferðina.

Mótið er liður í undirbúningi íslenska hópsins fyrir heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum sem fram fer í Hafjell í Noregi 5.-14. mars næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert