Aníta var hlaðin viðurkenningum

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert

Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, var hlaðin fjölmörgum viðurkenningum á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fór á laugardagskvöldið.

Aníta var valin frjálsíþróttakona ársins og Gunnar Sverrisson, ÍR, frjálsíþróttakarl ársins og Aníta síðan frjálsíþróttamaður ársins 2014.

Hún ásamt Maríu Birkisdóttir og Hlyni Andréssyni, öll úr ÍR, hlutu viðkenningu frá hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara fyrir framfarir og þau Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH og Viktor Orri Pétursson úr Ármanni þóttu efnilegust. Elísabet Margeirsdóttir, Ármann, og Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, eru ofurhlauparar ársins.

Aníta og Kári Steinn Karlsson fengu viðurkennigu fyrir Íslandsmetin sín, Aníta fyrir met í 800 og 1500 metrunum innanhúss og Kári Steinn fyrir met í hálfu maraþoni.

Martha Ernstdóttir var valin frjálsíþróttakona ársins úr röðum eldri iðkenda og Sigurður Haraldsson úr Leikni á Fáskrúðsfirði hlaut þá viðurkenningu í karlaflokki, en hann er á 86. aldursári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert