Northug stakk af í einkaflugvél

Petter Northug.
Petter Northug. AFP

Norski skíðagöngukappinn Petter Northug stakk ekki bara samkeppendur sína af á heimsmeistaramótinu í skíðaíþróttum í Falun í Svíþjóð heldur stakk hann alla aðra af þegar hann mætti ekki í lokaveislu mótsins sem haldin er fyrir keppendur og fór til síns heima með einkaflugi.

Northug vann fjögur heimsmeistaragull á mótinu en er afar umdeildur í heimalandi sínu, en rétt rúmir tíu mánuðir eru liðnir frá því að hann var handtekinn á heimili sínu fyrir ölvunarakstur.

Upphaflega var planið hjá Northug að keyra heim frá Svíþjóð til Noregs en fyrir blaðamannafund í gær var skýrt tekið fram að „hann væri skíðakóngurinn“ og ekki ætti að tala um sakamálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert