„Erum búnir að bíða í þrjú ár“

Ævar Þór Björnsson, markvörður SR, átti góðan leik í kvöld þegar SR-ingar tryggðu sér og Akureyringum sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí með því að vinna Björninn 4:1 í Skautahöllinni í Laugardal. 

„Við erum miklu heilsteyptara lið og Gulli (Gunnlaugur Björnsson þjálfari, innskot mbl.is) er að gera kraftaverk með liðið,“ sagði Ævar við mbl.is í kvöld en SR lék síðast til úrslita um titilinn fyrir þremur árum síðan en liðið átti litla möguleika síðustu tvö tímabil. 

„Ég held að við höfum fengið sex stig í fyrra en erum núna með 42 stig,“ sagði Ævar en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Fyrir síðustu umferð deildakeppninnar er SA með 44 stig, SR með 42 stig, Björninn 36 stig og Esja 16 stig. 


 

Ævar í marki SR í leiknum í kvöld.
Ævar í marki SR í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert