Mikið undir í Laugardal

Daniel Kolar og Tómas Tjörvi Ómarsson í leik Bjarnarins og …
Daniel Kolar og Tómas Tjörvi Ómarsson í leik Bjarnarins og SR. mbl.is/Kristinn

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn eigast við í afar mikilvægum leik á Íslandsmóti karla í íshokkíi í Laugardalnum í kvöld klukkan 19:00. Sæti í úrslitakeppninni er í húfi en SR er með 39 stig og Björninn 36 þegar tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni.

Með sigri getur SR því tryggt að Björninn geti ekki náð SR að stigum. Vinni Björninn hins vegar leikinn er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferðinni hvaða lið leika um Íslandsmeistaratitilinn.

Í kvöld eigast einnig við á Akureyri ríkjandi Íslandsmeistarar í Skautafélagi Akureyrar og Esja. SA er á toppnum með 41 stig og sæti meistaranna er því ekki tryggt. Þeir verða þó að teljast líklegir til að komast í úrslitin þar sem liðið á tvo heimaleiki eftir og Esjan saknar í kvöld bræðranna Ólafs Hrafns og Hjartar Geirs Björnssonar. Esja er með 16 stig á sínu fyrsta tímabili í deildinni.

Morgunblaðið sló á þráðinn til fyrirliða SR og Bjarnarins í gær og heyrði í þeim hljóðið fyrir leik kvöldsins. „Við erum mjög vel stemmdir og allir klárir í verkefnið nema ég,“ sagði Tómas Tjörvi Ómarsson, fyrirliði SR, en hann hefur glímt við meiðsli í öxl undanfarinn mánuð. „Ég þarf að hvíla en ætti að geta spilað í síðustu umferðinni. Allir aðrir ættu að vera tilbúnir í slaginn,“ sagði Tómas og býst við hörkuleik eins og gefur að skilja.

Sjá nánari umfjöllun í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem einnig er rætt við Birki Árnason fyrirliða Bjarnarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert