Atlanta sneri taflinu við

Nikola Mirotic leikmaður Chicago og Bradley í liði Washington Wizards …
Nikola Mirotic leikmaður Chicago og Bradley í liði Washington Wizards í baráttu um boltann. AFP

LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland þegar liðið bar sigurorð af Boston, 110:79, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Cleveland hafði tögl og hagldir allan tímann en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 29:16. Kyrie Irving var með 18 stig fyrir Cleveland, sem hefur unnið 38 leiki en tapað 24. Hjá Boston var Brandon Bass stigahæstur með 15 stig.

Atlanta, sem hefur besta vinningshlutfallið í deildinni hafði betur á móti Houston þrátt fyrir að lenda 18 stigum undir. Jeff Teague var stigahæstur í liði Atlanta, sem vann sinn fimmta sigur í röð.

LA Lakers tapaði sínum níunda leik af síðustu 12 þegar liðið beið lægri hlut fyrir Charlotte, 104:103. Al Jefferson skoraði 21 stig og tók 16 fráköst í liði Charlotte en hjá Lakers var Jeremy Lin stigahæstur með 23 stig.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Boston 110:79
Charlotte - LA Lakers 104:103
New York - Sacramento 86:124
Atlanta - Houston 104:96
Chicago - Washington 97:92
Memphis - Utah 82:93
Denver - Milwaukee 106:95

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert