Emil í úrvalsliðunum

Emil í baráttu við Francesco Totti.
Emil í baráttu við Francesco Totti. AFP

Emil Hallfreðssyni er víða hrósað í ítölskum fjölmiðlum fyrir frábæra frammistöðu sína með Hellas Verona í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu að undanförnu. Emil var í gær valinn í úrvalslið 25. umferðar af vefmiðlum á borð við Football Italia og Soccer Magazine, eftir að hafa lagt upp bæði mörk Verona þegar liðið vann Cagliari 2:1 á útivelli.

Emil hefur nú lagt upp fjögur síðustu mörk Verona, í síðustu þremur leikjum, en hann hafði fram að því lagt upp eitt mark og skorað annað á öllu tímabilinu.

Emil er á miðjunni í úrvalsliðum fyrrnefndra miðla og leikur þar við hlið Seydou Keita, Malí-mannsins sem skoraði mark Roma í jafntefli við Juventus í toppslag deildarinnar á mánudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert