Stangirnar komu til Prag

Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson. mbl.is/Golli

„Stangirnar hans Einars Daða skiluðu sér með farangrinum okkar í gegnum báðar flugferðirnar. Þær eru hjá okkur í rútunni þar sem við erum á leið frá flugvellinum í Prag og á hótelið. Það er alltaf talsvert stress þegar ferðast er með stangirnar á milli landa en sem betur fer gekk allt að óskum í þetta sinn,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari, sem er með íslenska keppnishópnum á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Prag í fyrramálið.

Stangirnar sem um er að ræða eru stangarstökksstangir sjöþrautarkappans Einars Daða Lárussonar sem verður einn fimmtán keppenda í greininni á EM.

Íslenski keppnishópurinn og þjálfarar flugu frá Keflavík til Parísar og þaðan áfram til Prag í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert