Aníta var undrandi

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir Eggert Jóhannesson

„Aníta var mjög undrandi á að hafa sett Evrópumet unglinga og Íslandsmet. Henni fannst hlaupið ekki svo hratt,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur úr ÍR, sem setti sett Evrópumet ungmenna í 800 m hlaupi í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í Prag fyrir stundu, 2.01,56. „Sú tilfinning er góðs viti,“ sagði Gunnar Páll ennfremur í samtali við mbl.is.

„Það gekk allt nákvæmlega upp eins og við lögðum upp með. Það er fara fyrstu 600 metrana á svipuðum hraða og heima um daginn þegar hún setti Íslandsmetið. Hún er reynslunni ríkari frá heimsmeistaramótinu fyrir ári þegar hún missti þrjá fram úr sér á síðustu 150 metrunum og átti þar af leiðandi að vera ákveðin á endasprettinum og gerði það. Síðan skipti það engu máli hvort hún næði fyrsta eða öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Gunnar Páll og bætti við að Jeka­ter­ina Poistogova frá Rússlandi sem stakk sér fram úr Anítu á síðustu metrunum vann bronsverðlaun í 800 m hlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012. 

Aníta er á leið í lyfjapróf að sögn Gunnars Páls en það er skilyrði fyrir að met hennar fáist staðfest. 

Frétt mbl.is: Evrópumet unglinga hjá Anítu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert