Hafdís komst ekki í úrslit

Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. mbl.is/Eva Björk

Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í langstökki, stökk lengst 6,35 metra í undankeppninni á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Prag. Sá árangur dugir henni ekki til þess að komast í úrslit sem fram fara síðar í dag. 

Hafdís stökk 6,32 metra í fyrstu tilraun, 6,18 metra í annarri umferð og loks 6,35 metra í þriðju og síðustu tilraun. 

Hafdís hafnaði í 12. sæti af 22 keppendum. Áttundi og síðasti keppandinn sem tryggði sér sæti í úrslitum stökk 6,53 metra. Íslandsmet Hafdísar er 6,47 metrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert