Kolbeini hrint úr keppni

Kolbeinn Höður Gunnarsson var óheppinn í keppninni á EM í …
Kolbeinn Höður Gunnarsson var óheppinn í keppninni á EM í morgun. mbl.is/Eggert

Segja má að Kolbeini Heði Gunnarssyni hafi  verið hrint úr keppni í undanrásum 400 m hlaupsins á Evrópumeistaramótinu í Prag. Kolbeinn var á góðri siglingu eftir rétt rúmlega 200 metra þegar spænskur keppandi sem var við hlið hans hrinti honum út af brautinni. Kolbeinn hélt þó áfram en missti allan takt í hlaupinu og kom síðastur í mark í fjórða undanriðlinum á 49,21 sekúndu. 

Kolbeinn hljóp afar kröftuglega fyrstu 200 metrana og var á góðu skriði þegar Spánverjinn Samuel García, viljandi eða óviljandi, slæmdi hendi sinni til Kolbeins með þeim afleiðingum að Kolbeinn sem var á innstu brautinni varð að stíga út fyrir brautina til þess að halda jafnvægi. 

Tími Kolbeins var fyrir vikið langt frá Íslandsmetinu hans, 47,59.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert