Stefnir á úrslitin

Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Það var gott hljóð í frjálsíþróttakonunni Hafdísi Sigurðardóttur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar til Prag í gær. Hafdís er ein af sex keppendum frá Íslandi sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Tékklandi í dag. Hinir fimm eru: Aníta Hinriksdóttir, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Trausti Stefánsson, Einar Daði Lárusson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir.

„Ég er bara mjög vel stemmd og er full tilhlökkunar,“ sagði Hafdís við Morgunblaðið en hún verður í eldlínunni í undankeppni langstökksins um hádegisbilið í dag. 23 keppendur eru skráðir til leiks og komast 12 áfram í úrslitin sem verða á morgun. Keppendur fá þrjú stökk hver  í undankeppninni en Hafdís á 15. besta árangurinn af keppendunum 23.

„Ég held að ég sé bara í mjög fínu standi og hingað er ég komin til gera mitt besta. Að sjálfsögðu er stefnan tekin á að komast í úrslitin. Maður verður að setja markið hátt þegar maður er kominn á svona stórt mót en ég ætla líka að hafa gaman af þessu,“ sagði Hafdís.

Nánar er rætt við Hafdísi íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert